Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skötuveisla Matarlystar undirbúin
Mánudagur 23. desember 2002 kl. 10:51

Skötuveisla Matarlystar undirbúin

Kæst skata er þjóðarréttur Íslendinga fyrir jólin og Suðurnesjamenn eru manna ötulastir, fyrir utan Vestfirðingana, að borða slíkt lostæti. Axel Jónsson kokkur í Matarlyst var í óðaönn að undirbúa heilmikla skötuveislu sem verður þar í dag að vanda. Í Matarlyst er boðið upp á vel kæsta og saltaða skötu, skötustöppu, saltfiskrétti og annað sem nauðsynlegt er með slíkri veislu. Axel segir að þeir búist við miklum fjölda manns: "Við verðum með fólk í salnum hjá okkur í skötuveislu til klukkan 15:00 í dag, en fyrsti hópurinn kemur klukkan 11. Við erum líka að senda skötu í fyrirtæki og á heimili út um allan bæ, þannig að það er nóg að gera," sagði Axel í samtali við Víkurfréttir og hélt áfram að búa til dýrindis saltfiskrétti sem honum einum er lagið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024