Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 17. desember 2002 kl. 10:41

Skötuveisla hjá Lions í Vogum

Samkvæmt árlegri venju halda félagar í Lionsklúbbnum Keili í Vogum Skötuveislu sína nú fyrir jólin. Hún verður laugardaginn 21. des. n. k. og opnar húsið kl 14:00. Snætt verður í húsi klúbbsins að Aragerði 4. Fyrir ókunnuga ætti að vera auðratað því húsið er merkt inn á kortið af Vogunum þegar komið er inn í þorpið. Auk þess mun fáni Lions blakta við hún við húsið. Boðið verður upp á hefðbundnar veitingar bæði skötu og saltfisk og það með á við. Ekki verður hætt að snæða fyrr en um kl. 22:00 eða síðar um kvöldið. Verð á veitingunum verður kr 2.500 á mann. Venja er, að fjöldi gesta komi og gæði sér á veisluföngunum og vonast Lionsfélagar að svo verði nú sem endranær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024