Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skötumessan gaf sjónvarp í aðstöðu hælisleitenda
Á myndinni má sjá frá vinstri: Hannes Friðriksson formann Rauða krossins á Suðurnesjum, Ásmund Friðriksson og Eið Ævarsson.
Þriðjudagur 26. júní 2018 kl. 09:36

Skötumessan gaf sjónvarp í aðstöðu hælisleitenda

Skötumessan á Suðurnesjum kom hælisleitendum sem búa á Ásbrú til aðstoðar á dögunum með því að gefa nýtt sjónvarp í aðstöðu þeirra á Airport Inn á Ásbrú.
 
Eiður Ævarsson hjá Radiovík var við vinnu í húsnæði hælisleitenda og sá að hælisleitendur höfðu aðeins lítið sjónvarp til að horfa á heimsmeistartakeppnina í knattspyrnu og þá var ekki hægt að skipta á milli stöðva á tækinu.
 
Eiður setti sig í samband við Ásmund Friðriksson alþingismann, sem jafnframt er einn af forsvarsmönnum Skötumessunnar á Suðurnesjum. Ásmundur reddaði málinu í snatri og 65” sjónvarpstæki var keypt fyrir framlag úr neyðarsjóði Skötumessunnar. 
 
Sjónvarpstækið var svo fært Rauða krossinum á Suðurnesjum að gjöf sem ráðstafar því í sameiginlega aðstöðu hælisleitenda á Airport Inn. Þar geta hælisleitendur verið með í þjóðarstemmningunni og horft á leikina á HM.
 
„Gjöfin er kærkomin þar sem lítið er um afþreyingu fyrir þá hælisleitendur sem bíða úrlausnar sinna mála. Rauði krossinn í Hafnarfirði hefur séð um félagsstarf hælisleitenda og þakkar ásamt Rauða krossinn á Suðurnesjum kærlega fyrir góða gjöf og hugulsemina,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024