Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skotnir í Toyota
Þriðjudagur 15. maí 2012 kl. 12:08

Skotnir í Toyota



Óprúttnir aðilar reyndu í nótt að komast inn í Toyota-salinn við Fitjar í Reykjanesbæ en til þess beittu þeir einhvers konar skotvopni. Svo virðist sem aðilarnir hafi ætlað sér að sprengja upp rúðu með því að skjóta á hana en talið er að um naglabyssu hafi verið að ræða. Elías Jóhannsson hjá Toyota segir að menn sé líklega svona skotnir í Toyota bílum, ekki sé mikið að verðmætum á bílasölunni og því eftir litlu að sækjast. Aðilarnir komust ekki inn og voru horfnir á brott áður en öryggisverðir Securitas komu á vettvang.

„Annars er þetta háalvarlegt mál, en svona tól geta auðveldlega skaðað fólk og valdið miklum skemmdum,“ sagði Elías í samtali við Víkurfréttir. Lögreglan kom á staðinn og rannsakaði vettvang en glerbrot voru á víð og dreif um bílasöluna. Rúðan er tvöföld með þykku gleri en skotið fór í gegnum bæði glerin. Ytri rúðan sprakk alveg en stórt gat kom á innri rúðuna.



VF-Myndir [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024