Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 19. janúar 2000 kl. 18:52

SKOTIÐ Á STRÆTISVAGN

Glerbrotum rigndi yfir vagnstjórann „Ég heyrði þennan ægilega smell og síðan rigndi yfir mig glerbrotum. Ég hélt fyrst að krakkarnir hefðu kastað ljósaperu eða einhverju þvíumlíku inni í bílnum en þetta reyndist vera byssukúla úr loftriffli sem fór í gegnum rúðuna. Mér finnst þetta atvik ótrúlegt en hvað sem hefur legið að baki er ljóst að hér er um grafalvarlegt mál að ræða“, sagði Sveinn Guðnason, bílstjóri hjá Almenningsvöngum Reykjanesbæjar sem varð fyrir þessari óskemmtilegu lífsreynslu í gærdag um klukkan 14. Sveinn var að koma á strætisvagninum frá Nónvörðu upp Miðgarðinn og þegar hann ók yfir gatnamótin við Baldursgarð og Hólmgarð, neðan við leikskólann Garðasel, kom skotið á vagninn. Sveinn segir að ljóst sé að skotið hafi komið frá húsunum að ofan, Suðurgarði, Norðurgarði eða Hólmgarði. „Það er ómögulegt að segja hvað hefði getað gerst ef skotið hefði lent á rúðunum aftar í vagninum þar sem börn sátu en um tíu farþegar voru í bílnum. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík. Starfsmenn AVR leituðu í gær að byssukúlunni í vagninum en án árangurs. Ný rúða hefur verið sett í bílinn og fer hann aftur í áætlun. Sveinn sagðist hvergi banginn þó hann hafi lent í þessari óvæntu „skotárás“ en sagðist þó vona að slíkt gerðist ekki aftur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024