Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Skotið á herþotur í aðflugi
    Herþotan kemur inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli.
  • Skotið á herþotur í aðflugi
    Herþotan kemur inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mánudagur 10. febrúar 2014 kl. 13:58

Skotið á herþotur í aðflugi

– Heræfingar á Keflavíkurflugvelli í erlendu pressunni

Þjálfunarverkefnið „Iceland Air Meet 2014 (IAM 2014)” er hafið og hafa íbúar á Suðurnesjum svo sannarlega orðið varir við þann földa hervéla sem taka þátt í verkefninu.

Þátttakendur Iceland Air Meet 2014 koma frá aðildarríkjum NATO þ.e. Íslandi, Noregi, Hollandi og Bandaríkjunum. Einnig taka þátt í æfingunni flugsveitir frá Finnlandi og Svíþjóð sem eru þátttakendur í samstarfinu Partnership for Peace.

Í hádeginu var hópur ljósmyndara í móanum ofan við Rósaselsvötn. Þar voru þeir að mynda herþotur í aðflugi að Keflavíkurflugvelli. Það var því „skotið grimmt“ að hætti ljósmyndara á vélarnar þegar þær komu inn til lendingar úr norðri á norður/suður-flugbraut Keflavíkurflugvallar.

Myndefnið mun svo rata í erlenda fjölmiðla en nokkuð er af erlendu fréttafólki hér á landi til að fylgjast með þjálfunarverkefninu eða æfingunum.

Nánar hér.



Skotglaðir ljósmyndarar skoða afraksturinn af myndatökunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024