Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skotið á bíl í gærkvöldi, lögregla lýsir eftir vitnum
Fimmtudagur 2. ágúst 2007 kl. 15:47

Skotið á bíl í gærkvöldi, lögregla lýsir eftir vitnum

Í gærkvöldi kl. 19:20 að Heiðarholti 14 átti sér stað alvarlegt atvik. Þegar stúlka var við það að taka barn úr barnabílstól mölvaðist ein rúðan á bílnum. Lítið gat fannst efst á rúðunni og áætlar lögregla því að um loftbyssu eða loftriffil hafi verið að ræða. Að sögn lögreglu er þetta mjög alvarlegt mál því stúlkan eða barnið hefðu hæglega getað stórslasast ef skotið hefði hæft þær. Lögreglan lýsir eftir vitnum að þessu atviki.

 

Einnig vill lögreglan brýna fyrir foreldrum barna og unglinga sem eiga einhverskonar loftbyssur að þetta séu ekki leikföng, heldur geti þetta verið stórhættuleg tæki, og helst að taka þau úr umferð til að fyrirbyggja slys af völdum þeirra.


VF-mynd: Úr myndasafni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024