Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skorar á fjármálastofnanir að gefa Grindvíkingum fullkomin grið
Ljósmyndir/Kristinn Magnússon/Morgunblaðið
Laugardagur 18. nóvember 2023 kl. 14:08

Skorar á fjármálastofnanir að gefa Grindvíkingum fullkomin grið

„Við finnum öll til með þeim sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín og lifa í óvissu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fer í Vík í dag. Hann minnti á það að þegar áföll dynja á sjái fólk úr hverju samfélagið er búið til. „Það sem við getum gert er að taka utan um Grindvíkinga,“ sagði Sigurður Ingi og bað fólk um að rísa úr sætum til að sýna stuðning sinn við Grindvíkinga. Hann ræddi sameiginlega ábyrgð samfélagsins á velferð íbúa Grindavíkur og sagði ekki hægt að bankar og fjármálastofnanir skoruðust undan ábyrgð. Hann skoraði á banka og fjármálastofnanir að gefa Grindvíkingum fullkomin grið næstu mánuði, segir m.a. í tilkynningu frá fundinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024