Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skorað á fyrirtæki að leggja söfnun lið
Miðvikudagur 7. júní 2006 kl. 10:51

Skorað á fyrirtæki að leggja söfnun lið

Nú er að hefjast af krafti söfnun áheita vegna verkefnisins Hjólað til góðs. Starfsmenn fyrirtækja, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar leggja söfnuninni fyrir langveik börn lið með því að leggja fjárhæðir inn á söfnunarreikniginn í Sparisjóðnum í Keflavík. Reikningurinn er 1109-05-411115 og kennitalan er 610269-3389.
Í morgun fengum við fréttir af því að öryggisverðir í Leifsstöð hefðu sett upp áheitabauk á kaffistofunni í flugstöðinni. Þá hafa eigendur og starfsfólk Bílasprautinar Suðurnesja ákveðið að greiða 2000 kr. fyrir hvern starfsmann í söfnunina. Þau skora á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama.

Mynd: Öryggisverðir í Leifsstöð hafa sett upp söfnunarbauk á kaffistofu í Leifsstöð. Vonandi að fleiri geri slíkt hið sama.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024