Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skora á útgerðarmenn og sjómenn að semja
Í áskorun bæjarstjórnar Sandgerðis segir að ábyrgð samningsaðila sé mikil. Mynd tekin við Sandgerðishöfn, úr safni Víkurfrétta.
Miðvikudagur 4. janúar 2017 kl. 09:55

Skora á útgerðarmenn og sjómenn að semja

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar sendi í gær frá sér áskorun til útgerðarmanna og sjómanna um að einhenda sér í að ná samningum svo enda megi verkfall sjómanna. Í áskoruninni segir að langvarandi verkfall skaði íslenskan efnahag; útgerð, sjómenn, fólk í fiskvinnslu, flutningsaðila og samfélögin við sjávarsíðuna. „Ábyrgð þeirra sem fara með samningsumboð er mikil og krafan á samningsaðila er að gera allt það sem mögulegt er til að ná samningum,“ segir í áskorun frá bæjarstjórnarfundi í Sandgerðisbæ í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024