Skora á ráðherra og þingmenn
Landshlutasamtök sveitarfélaga á öllu landinu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 verði aukin framlög til eftirtalinna málaflokka sem allir eru gríðarlega mikilvægir fyrir byggðaþróun til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Þeir málaflokkar sem vísað er til eru:
Þjónusta við fatlað fólk
Samningar um sóknaráætlun
Samgöngumál (nýframkvæmdir, viðhald og þjónusta)
Almenningssamgöngur
Ljósleiðaravæðing
„Landshlutasamtökin eru sem fyrr reiðubúin til að leggjast á árar með sínum kjörnu fulltrúum og ríkisvaldinu við að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Það verður þó ekki gert nema vilji til þess sjáist í fjárlagafrumvarpinu gagnvart þessum lykilmálum,“ segir í tikynningunni sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skrifar undir ásamt öllum öðrum landshlutasamtökum sveitarfélaga á Íslandi.