Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skora á Landsvirkjun að útvega orku til Helguvíkur
Miðvikudagur 24. febrúar 2010 kl. 16:26

Skora á Landsvirkjun að útvega orku til Helguvíkur

-Landsvirkjun verður að koma að verkinu, segir Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis.

Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður þingflokks Samfylkingar, og Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, skoruðu í dag í umræðum á Alþingi á Landsvirkjun að breyta bókun sinni frá 8. nóvember 2007 þess efnis að fyrirtækið myndi ekki útvega orku til nýrra álvera á Suðvesturhluta landsins.
 

Stjórn Landsvirkjun bókaði þess efnið 8. nóvember 2007 að ekki skildi seld orka til nýrra álvera á Suðvesturhorni landsins. Í ljósi breyttra og þyngri aðstæðna í efnahagslífinu skora formenn þingflokka tveggja stærstu flokkanna á Alþingi á Landsvirkjun að breyta þeirri afstöðu sinni og koma að orkuöflun fyrir álver Norðuráls í Helguvík.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég tel afar mikilvægt og raunar að það skipti sköpum fyrir jákvæða þróun íslensks efnahagslíf að Landsvirkjun breyti bókun sinni og komi að orkuöflun til álvers Norðuráls í Helguvík. Á meðan verið er að vinna og finna næga háhitaorku á vegum OR og HS orku til að knýja álverið áfram er mikilvægt að Landsvirkjun komi að verkefninu og útvegi því orku t.d. með þeim 40MW sem eru til reiðu nú í kerfinu. Ef Landsvirkjun gerir þetta ekki gæti það hægt á áformum um álverið í Helguvík og öðrum orkunýtingarverkefnum í þessum landshluta. Svo sem gagnaverum og kýsilverksmiðju í Þorlákshöfn. Því skora ég á Landsvirkjun að breyta bókun sinni og koma að orkuöflun fyrir þessi verkefni og hef óskað eftir fundi með nýjum forstjóra Landsvirkjunar um málið,“ segir Björgvin.