Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skora á heilbrigðisráðherra að finna lausn á málefnum heilsugæslunnar
Föstudagur 21. mars 2003 kl. 15:30

Skora á heilbrigðisráðherra að finna lausn á málefnum heilsugæslunnar

Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í gær var til umræðu málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og var eftirfarandi bókun samþykkt:

„Í framhaldi af fundi sem stjórn SSS átti með framkvæmdastjóra og öðrum stjórnendum HSS, mánudaginn 17. mars sl., lýsir stjórnin yfir áhyggjum sínum með núverandi ástand í heilbrigðismálum á Suðurnesjum. Augljóst er að þeir sem nú starfa hjá HSS leggja sig fram um að veita þá þjónustu sem unnt er með þeim takmarkaða fjölda lækna sem í starfi eru.Hugmyndir sem stjórnendur lögðu fram um framtíðarrekstur stofnunarinnar eru allar athygli verðar en nauðsynlegt að stofnuninni verði tryggðir nægir fjármunir til að veita Suðurnesjamönnum þá heilbrigðisþjónustu sem þeim ber lögum samkvæmt.
Stjórnin skorar því á ráðherra heilbrigðismála að beita sér nú þegar fyrir lausn á því ófremdarástandi sem nú ríkir í heilsugæslu á svæðinu.“

Á sama fundi var fjallað um bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem ráðuneytið óskaði eftir tilnefningu í nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stjórn SSS tilnefnir Jón Gunnarsson oddvita og stjórnarmann í SSS í nefndina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024