Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skora á heilbrigðisráðherra
Mánudagur 7. júlí 2008 kl. 11:18

Skora á heilbrigðisráðherra

Bæjarstjórn Voga skorar á heilbrigðisráðherra að að tryggja íbúum á Suðurnesjum sambærilegt fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar og öðrum sambærilegum þjónustusvæðum. Bæjarstjórnin tekur þar með undir nýlega bókun bæjarráðs.

Eins og fram hefur komið eru fjárveitingar til HSS skornar mjög við nögl samanborið við margar aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu. Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki útskýrt þessa mismunun, þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir þeim útskýringum af hálfu stjórnenda HSS. Vegna fjárskorts neyðist HSS til að loka læknavaktinni þannig að þeir sem þurfa að leita læknis eftir klukkan fjögur á daginn verða að fara til Reykjavíkur.

Haft var upplýsingarfulltrúa Heilbrigðisráðuneytisins um helgina að fjárhagsvandi HSS væri í skoðun í ráðuneytinu.


Tengdar fréttir:

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) nauðbeygð til að draga úr þjónustu heilsugæslunnar

HSS afgangsstærð hjá heilbrigðisráðuneytinu?

HSS: Árangurslaust reynt að fá leiðréttingar

Læknavakt verður lokað vegna fjárskorts

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024