Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skora á bæjarstjórn Reykjanesbæjar
Frá fundinum í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Þriðjudagur 12. nóvember 2013 kl. 08:55

Skora á bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Samfylkingin í Reykjanesbæ stóð fyrir opnum fundi í gærkvöldi um málefni hjúkrunarheimilisins að Nesvöllum. Fundurinn var fjölmennur og voru þar heitar umræður. Fundurinn hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun:

„Fundarmenn skora á Bæjarstjórn Reykjanesbæjar að samþykkja ekki fyrirliggjandi samning við Hrafnistu og taka undir  mótmæli íbúa á Suðurnesjum gegn því að stjórn rekstrar hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum verði flutt út fyrir Suðurnesin, hvort sem það er til Hrafnistu í Reykjavík eða  annað.

Fundarmenn telja að leita verði leiða til þess að stjórnun hjúkrunarheimila verði hér á Suðurnesjum. Ekki hafi verið fullreynt hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum eða HSS gætu tekið að sér stjórn á stofnunum sem annast  þjónustu við eldri borgara.  Það sé farsælast að þeir sem annist þjónustu við eldri borgara á fyrri stigum hafi líka með höndum stjórnun hjúkrunarheimila  þegar kemur að því að velja hverjir fái þar pláss og hverjir gangi þar fyrir með vinnu.

Fundarmenn telja mikilvægt að vanda vel til verka og að sem breiðust samstaða náist um þetta mikilvæga mál“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024