Skóli í stöðugri þróun
Einsetningin hefur gengið vel að mati Jónínu Guðmundsdóttur, aðstoðarskólastjóra Holtaskóla. Holtaskóli var reyndar einsetinn sem unglingaskóli svo breytingin vegna einsetningar var ekki mikil, að sögn Jónínu. „Hitt var auðvitað breyting að taka við 340 nýjum nemendum í fyrra og flestum í yngri kantinum. Það var okkur mörgum alveg ný reynsla. Þetta rúma ár sem liðið er hefur reynt verulega á allt starfslið skólans en við höfum tekið vel saman höndum til að láta hlutina ganga upp“, segir Jónína.„Búið er að endurskipuleggja skólastarfið að mestu leyti en skólinn verður áfram ístöðugri þróun, vonandi í átt til hins betra.“Börnum í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar var boðið í súkkulaðiköku og ýmsar uppákomur voru í skólandum sl. föstudag. Á sunnudeginum voru grunnskólarnir opnir öllum bæjarbúum. „Við fengum mjög margt fólk í heimsókn á sunnudaginn sem kom til að skoða skólann. Nemendur í 10. bekk seldu kaffi og nýbakað og fólk virtist vera ánægt með það sem fyrir augubar. Þar af leiðandi vorum við í Holtaskóla líka ánægð með framtakið sem skilaði okkur líka átaki í framkvæmdum sem höfðu dregist á langinn í skólanum.“