Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skólavist fyrir fimm ára börn í Reykjanesbæ?
Miðvikudagur 19. maí 2021 kl. 11:09

Skólavist fyrir fimm ára börn í Reykjanesbæ?

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ 18. maí að kannaðir verði kostir, gallar og kostnaður  við að bjóða upp á forskóladeild fyrir fimm ára börn í bæjarfélaginu. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög þegar farið þessa leið. Tekið var vel í hugmyndina bæði af meirihluta og minnihluta og var málinu vísað til bæjarráðs til frekari umræðu.

Tillaga Sjálfstæðisflokkins var eftirfarandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, leggjum til að fræðslusviði Reykjanesbæjar verði falið að kanna kosti, galla og kostnað við að bjóða upp á forskóladeild fyrir fimm ára börn í Reykjanesbæ. Mörg sveitarfélög hafa þegar farið þessa leið og væri æskilegt að fá upplýsingar um hvernig til hefur tekist.  Með tilkomu fimm ára deildar mun fjölbreytni á námsúrræðum fyrir börnin aukast og foreldrar geta þá valið um það hvort barnið þeirra verði áfram í leikskóla eða fari í grunnskóla. Einnig gæti myndast svigrúm til að brúa bilið frá fæðingarorlofi til átján mánaða aldurs“.

Margrét Sanders (D), Baldur Þórir Guðmundsson (D), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D).