Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólaumbætur mikilvægasta verkefnið næstu áratugina
Föstudagur 26. mars 2010 kl. 10:02

Skólaumbætur mikilvægasta verkefnið næstu áratugina


Frammistaða nemenda á Suðurnesjum í samræmdum prófum og Pisa könnun er almennt lökust í samanburði við aðra landshluta.
Í samræmdu könnunarprófi í 10. bekk er árangur nemenda á Suðurnesjum undir landsmeðaltal í þeim þremur námsgreinum sem gerð var könnun á 2009 og er lakastur í tveimur þeirra; stærðfræði og ensku. Nemendur á Suðurnesjum ná minni framförum milli mælinga í 7. og 10. bekk heldur en nemendur á landinu í heild árið 2009.
Þetta er á meðal þess sem lesa má í stöðumatsskýrslu um Suðurnes sem lögð fram fram á Þjóðfundi í FS á dögunum og unnin var af Expectus.

„Það er rétt að benda á að samræmd próf eru ekki tæmandi úttekt á gæðum skólastarfs. Ef gera á úttekt á því þarf að skoða og meta alla þá þætti sem snerta nemendur og hafa áhrif á frammistöðu þeirra og líðan. Ekki er nóg að einblína á mælingar á  stökum námsþáttum heldur þarf að taka tillit til þess samfélags sem við búum í,“ segir Brynja Árnadóttir, skólastjóri Myllubakkaskóla m.a. í svari við fyrirspurn Víkurfrétta um hugsanlegar ástæður þessarar útkomu sem greint er frá í skýrslunni.

Eiríkur Hermannson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir þessar staðreyndir hafa legið fyrir lengi og ekki komið á óvart þeim sem fylgst hafi með skólamálum undanfarna áratugi. Hann segir vart hægt að tala um einhlíta skýringu, til þess séu rannsóknir ekki nægar.  Eiríkur segir það ljóst að skólaumbætur séu og verði samfélagslegt verkefni  og trúlega mikilvægasta verkefni okkar  Suðurnesjamanna næstu áratugina.

Ítarlegri umfjöllun um þetta mál verður í næsta tölublaði Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024