Skólastjóri Stóru-Vogaskóla segir starfi sínu lausu

Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, hefur sagt starfi sínu lausu, en erindi hennar var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi Voga sem haldinn var 24. nóvember síðastliðinn. Í fundargerðinni kemur einnig fram að bæjarstjórnin færi Svövu þakkir fyrir vel unnin og farsæl störf sem skólastjóri Stóru-Vogaskóla.