Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur lætur af störfum í lok sumars
Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur, Halldóra K. Magnúsdóttir, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Á vef Grindavíkurbæjar segir frá því að Halldóra láti af störfum því hún öðlist rétt til töku lífeyris á skólaárinu. Hún hafi starfað hjá Grindavíkurbæ frá árinu 2012 og unnið að margvíslegum breytingum og þróunarstarfi innan grunnskólans og verið þar í lykilhlutverki.
Fræðslunefnd Grindavíkur tók starfslokin væntanlegu fyrir á fundi sínum á mánudag og samþykkti auglýsinga- og ráðningarferli til að ráða eftirmann Halldóru.