Skólastjóri Gerðaskóla segir starfi sínu lausu
Jóhann Geirdal Gíslason, skólastjóri Gerðaskóla, hefur sagt starfi sínu lausu að loknu skólaárinu. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Garðs þann 18. janúar sl.
Bæjarstjóra er falið að hefja undirbúning að auglýsingu eftir skólastjóra Gerðaskóla og þá vill bæjarráð þakka Jóhanni fyrir vel unnin störf og vill óska honum velfarnaðar.