Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólastarf að hefjast að nýju í Rockville
Miðvikudagur 16. október 2002 kl. 15:34

Skólastarf að hefjast að nýju í Rockville

Vikuna 21-26 október n.k. hefst að nýju kennsla í endurhæfingarsambýli Byrgisins í Rockville í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Skólastarfið hófst í Rockville í janúar 2002 með kennslu í einum áfanga á vorönn; lífsleikni 103. Um var að ræða nokkurs konar tilraunaverkefni þar sem átta nemendur tóku þátt, og þrír þeirra útskrifuðust svo í maí s.l.Á haustönn 2002 eru 18 nemendur í endurhæfingarmeðferð skráðir í námið og verða kenndir 3-4 áfangar, íslenska, enska, stærðfræði og samfélagsfræði. Skólinn er mikilvægur hluti af endurhæfingu skjólstæðinganna, en flestir þeirra eru án framhaldsmenntunar og um 20% hafa ekki lokið grunnskólaprófi.
Skv. skráningu Byrgisins, þá hefur fíkniefnaneysla ungmenna aukist mjög mikið á þessu ári. Nauðsynlegt er að grípa inn í þetta ferli með því að veita unga fólkinu uppbyggilegt og áhugavert meðferðarúrræði, og er námið áhrifaríkur þáttur í þá átt að þroska einstaklinginn félagslega, þjálfa samskipti og tjáningu og byggja upp sjálfsvirðingu

70 einstaklingar dvelja nú á meðferðarheimili Byrgisins í Rockville. Mikil eftirspurn er eftir meðferð í Byrginu og er stefnt að því að meðferðarpláss verði allt að 100 – 120
talsins um næstu áramót. Vetrarstarf Byrgisins í Rockville fer af stað með miklum krafti og í fararbroddi er nýtt og sérlega vandað vímuefnameðferðarprógram, sem kemur til með að gjörbreyta hinum gömlu og hefðbundnu viðhorfum og aðferðum sem ríkt hafa í vímuefna- og meðferðarmálum hingað til.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024