Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólasókn áberandi minnst á Suðurnesjum
Mánudagur 16. september 2002 kl. 09:02

Skólasókn áberandi minnst á Suðurnesjum

Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um skólasókn íslenskra ungmenna á aldrinum 16–29 ára eins og hún var á miðju haustmisseri 2001. Upplýsingum er safnað beint frá skólunum og miðast við fjölda nemenda um miðjan október. Hver nemandi er aðeins talinn einu sinni þótt hann stundi nám í tveimur skólum. Skólasókn er reiknuð þannig að nemendur eru flokkaðir eftir aldri og lögheimili þann 1. desember 2001 og hlutfall þeirra síðan reiknað af fjölda í hverjum árgangi á sama tíma. Athygli vekur að skólasókn 16 ára ungmenna er áberandi minnst á Suðurnesjum eða 80%. Skólasókn drengja á Suðurnesjum í þessum aldurshópi er 75% sem er talsvert minni en skólasókn 16 ára stúlkna á sama svæði (87%) sem þó er 2% stigum undir landsmeðaltali. Við 18 ára aldur er aðeins helmingur drengja á Suðurnesjum við nám, 58% á Norðurlandi eystra og á Austurlandi en yfir 70% drengja á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra.
Tæplega 90% 16 ára ungmenna stunda nám en um 70% 18 ára

Skólasókn 16 ára ungmenna á Íslandi haustið 2001 var 90% en 89% þegar eingöngu er litið á nemendur í dagskóla. Strax á fyrstu tveimur árum framhaldsskólans dregur úr skólasókn. Skólasókn 17 ára ungmenna er 80% og við 18 ára aldur eru 70% árgangsins við nám í dagskólum framhaldsskólanna, sem er lækkun um 19 prósentustig frá 16 ára aldurshópnum. Við 20 ára aldur er skólasóknin 48%. Minnkandi skólasókn með hækkandi aldri skýrist að hluta til af því að sumir nemendur hafa lokið prófum og brautskráðst af 1– 4 ára námsbrautum en aðrir hugsanlega tekið sér tímabundið hlé frá námi. Við 24 ára aldur eru 30% árgangsins við nám í dagskólum framhalds- og háskóla og 10% við 29 ára aldur.

Fleiri stúlkur sækja skóla en piltar

Þegar skólasóknartölur eru skoðaðar með tilliti til kynskiptingar má sjá að skólasókn 16 ára pilta á landsvísu er 88% en 16 ára stúlkna 90%. Mismunur á skólasókn kynjanna fer vaxandi til 19 ára aldurs en þá er munurinn um 10 prósentustig. Við 20 ára aldur snýst þetta við, en skólasókn pilta er þá ívið meiri eða 50% á móti 46% hjá stúlkum. Þegar komið er fram yfir tvítugt eru stúlkur aftur fjölmennari en drengir meðal dagskólanema þegar litið er til landsins í heild. Svipað mynstur má sjá í skólasókn aldurshópa þegar litið er til einstakra landssvæða þótt ekki sé það einhlítt.

Skólasókn er áberandi minnst á Suðurnesjum

Mest er skólasókn í dagskóla í sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur eða 92%. Í Reykjavík og á Norðurlandi eystra sækja 90% þessa aldurshóps skóla en ívið færri á öðrum landssvæðum. Athygli vekur að skólasókn 16 ára ungmenna er áberandi minnst á Suðurnesjum eða 80%. Skólasókn drengja á Suðurnesjum í þessum aldurshópi er 75% sem er talsvert minni en skólasókn 16 ára stúlkna á sama svæði (87%) sem þó er 2% stigum undir landsmeðaltali. Við 18 ára aldur er aðeins helmingur drengja á Suðurnesjum við nám, 58% á Norðurlandi eystra og á Austurlandi en yfir 70% drengja á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024