Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólaslit Myllubakkaskóla: Fjöldi viðurkenninga
Þriðjudagur 7. júní 2011 kl. 12:01

Skólaslit Myllubakkaskóla: Fjöldi viðurkenninga



Myllubakkaskóla var slitið föstudaginn 3. júní. Guðrún Snorradóttir skólastjóri fór yfir starf vetrarins og sagði jafnframt hvað það gladdi hana mikið hvað starfsfólk skólans sýndi nemendum mikla umhyggjusemi. Steinar Jóhannsson aðstoðarskólastjóri veitti viðurkenningar og Ásta María Jónasdóttir formaður nemendaráðs hélt skemmtilega kveðjuræðu fyrir hönd 10. bekkinga. Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar veitti nokkrar viðurkenningar og má þar nefna viðurkenningu á lokaprófi úr grunnskóla en þau verðlaun hlutu Rán Ísold Eysteinsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir.

Viðurkenningar í 1. – 4. bekk

Viðurkenningar til bekkja/hópa:

2. HT fékk viðurkenningu fyrir mikinn áhuga og dugnað við lestur.
3. bekkur stúlkur fengu viðurkenningu fyrir áhuga og góð vinnubrögð í list- og verkgreinum.

Viðurkenningar til einstaklinga:

Júlía Mjöll Jensdóttir 4. bekk:
Viðurkenning fyrir góða áhuga og góð vinnubrögð í list- og verkgreinum.
Marcelina Owczarska 4. bekk:
Viðurkenning fyrir jákvæðni, áhugasemi og vandvirkni í list- og verkgreinum.
Dagbjartur Tryggvi Arnarsson 4. bekk:
Viðurkenning fyrir dugnað og áhugasemi í list- og verkgreinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Myllubakkaskóli veitti viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:


1. bekkur:
Sæþór Elí Bjarnason
Klaudia Kuleszewicz
Guðjón Steinn Skúlason

2. bekkur:
Bergrún Dögg Bjarnadóttir
Hafrún Júlía Högnadóttir

3. bekkur:
Kolbrún Harpa Þorvarðardóttir
Harpa Rós Hilmisdóttir

4. bekkur:
Marta Alda Pitak
Júlía Mjöll Jensdóttir

Skriftarviðurkenningu úr minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar hlaut Marcelina Owczarska


Viðurkenningar í 5. – 7. bekk

Viðurkenningar til bekkja:

7. ÍH fékk viðurkenningu fyrir góðan bekkjaranda og vinnusemi í list- og verkgreinum.

7. JJ fékk viðurkenningu fyrir miklar framfarir í hegðun í listgreinum.

Viðurkenningar til einstaklinga:

Ísak Óli Ólafsson 5. bekk:
Viðurkenning fyrir áhuga og góð vinnubrögð í list- og verkgreinum.

Kristín Helga Arnardóttir 5. bekk:
Viðurkenning fyrir vönduð og góð vinnubrögð í list- og verkgreinum.

Sylwía Sienkiewicz 6. bekk:
Viðurkenning fyrir frábær vinnubrögð í list- og verkgreinum.

Ingunn Eva Júlíusdóttir 6. bekk:
Viðurkenning fyrir frábær vinnubrögð í list- og verkgreinum.

Kolfinna Marta Sigrúnardóttir 7. bekk:
Velunnari Myllubakkaskóla veitti viðurkenning fyrir frábæran árangur í list- og verkgreinum.

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:


5. bekkur: Saga Eysteinsdóttir Jón Ásgeirsson
7. bekkur: Salka Bernharð Guðmundsdóttir, Gintare Butkuté, Birna Björg Davíðsdóttir

6. bekkur:
Valdís Viktoría Pálsdóttir
Ingunn Eva Júlíusdóttir

Skriftarviðurkenningu úr minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar hlaut
Birta María Ómarsdóttir


Viðurkenningar í 8. – 9. bekk

Viðurkenningar til bekkja:

8. ÞG fékk viðurkenningu fyrir góðan bekkjaranda og vinnusemi í list- og verkgreinum.

8. UG fékk viðurkenningu fyrir góðan bekkjaranda og vinnusemi í list- og verkgreinum.

9. FK fékk viðurkenningu fyrir frábæra umgengni við heimastofur.

Viðurkenningar til einstaklinga:

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir vönduð og góð vinnubrögð í list- og verkgreinum – hana hlutu Helena Rós Gunnarsdóttir og Katrín Ósk Óskarsdóttir 8. bekk.

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í dönsku– hana hlaut Kormákur Andri Þórsson 8. bekk.

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í ensku– hana hlutu Rannveig Ósk Smáradóttir, Tryggvi Ólafsson og Dagur Funi Brynjarsson 8. bekk.

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir sjálfstæð og skemmtilega vinnu í textíl – hana hlaut Anna Sigga 9. bekk.

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir vönduð og góð vinnubrögð í myndmennt og heimilisfræði – hana hlaut Adrianna M. Kwiatkowska 9. bekk.


Myllubakkaskóli veitti viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:

8. bekkur:
Helena Rós Gunnarsdóttir
Aníta Lind Róbertsdóttir

9. bekkur:
Marta Hrönn Magnúsdóttir
Jóhanna Júlía Júlíusdóttir

Viðurkenningar í 10. bekk

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ensku – hana hlaut Rán Ísold Eysteinsdóttir.

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í samfélagsfræði – hana hlaut Ólöf Björk Ólafsdóttir.

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í náttúrufræði – hana hlaut Hreiðar Ásberg Hreiðarsson.

Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir vönduð og góð vinnubrögð í heimilisfærði vali – hana hlaut Dominika Wroblewska.

Velunnari Myllubakkaskóli veitti viðurkenningu fyrir frumleg og sjálfstæð vinnubrögð í listgreinum. – hana hlaut Rán Ísold Eysteinsdóttir.

Penninn Eymundsson veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íslensku – hana hlaut Sandra Lind Þrastardóttir.

Danska menntamálaráðuneytið veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku – hana hlaut Sandra Lind Þrastardóttir.

Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í stærðfræði – hana hlaut Sandra Lind Þrastardóttir.

Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar veitti viðurkenningu fyrir skrift og frágang– hana hlaut Sandra Lind Þrastardóttir.

Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á lokaprófi úr grunnskóla – hana hlutu Rán Ísold Eysteinsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir.

Myllubakkaskóli veitti viðurkenninguna Eplið – hana hlaut Dominka Wroblewska.