Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólaskylda grindvískra barna hefst eftir áramót
Grunnskóli Grindavíkur. Mynd/Facebook-síða Grunnskóla Grindavíkur
Föstudagur 8. desember 2023 kl. 09:39

Skólaskylda grindvískra barna hefst eftir áramót

Skólaskylda fyrir grunnskólabörn frá Grindavík mun taka aftur gildi 4. janúar 2024. Gerð var undantekning frá lögum um skólaskyldu vegna rýmingarinnar í Grindavík.

Grunnskóli Grindavíkur mun áfram starfrækja safnskóla á höfuðborgarsvæðinu og starfa áfram með sama sniði þar til hægt verður að flytja starfsemina aftur til Grindavíkur. Börnin munu einnig áfram geta sótt skóla þar sem þau eru búsett í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrátt fyrir að börnin séu nú á víð og dreif um landið er skólasókn grunnskólabarna frá Grindavík um 95%. Þar af sækir ríflega helmingur barnanna safnskóla Grunnskóla Grindavíkur sem er starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík. Boðið er upp á skólarútur fyrir börnin frá Suðurlandi, Suðurnesjum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur svo þau geti sótt safnskólana. Börnin sækja nú samtals 65 skóla í 28 sveitarfélögum um allt land.