Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólaskipið Dröfn í heimsókn
Mánudagur 5. desember 2005 kl. 20:36

Skólaskipið Dröfn í heimsókn

Skólaskipið Dröfn er statt þessa dagana hér á Suðurnesjum og fer með 9. bekkjar grunnskólanemendur á sjóinn. Í sjóferðinni fá nemendurnir fyrirlestur um notkun veiðarfæra, trolli er dýft í sjóinn og gera krakkarnir að þeim afla sem inn kemur.

Sérfræðingar eru um borð sem upplýsa nemendur um það sem máli skiptir meðal annars er skoðað inn í fiskinn við slægingu með líffræðingum. Skipstjórinn fer með nemendum um allt skipið og útskýrir það sem fyrir augu ber og skiptir máli um borð í fiskiskipi.


Skólaskipið Dröfn hefur verið í þessu verkefni s.l. 8 ár og er það fjármagnað með framlögum frá Alþingi og Sjávarútvegsráðuneytinu en Fiskifélag Íslands sér um framkvæmdina. Á þessum árum hafa þúsundir barna farið með skipinu.


Frá Suðurnesjum fara nú um 100 nemendur úr 9. bekk grunnskólanna.

Hér sjást nemendur úr 9. bekk Heiðarskóla ásamt kennara og skipstjóra Drafnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024