Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólar og Laufið taka höndum saman
Skólar hafa gert samstarfssamning við Laufið, fyrstu grænu upplýsingaveituna á Íslandi. Myndin var tekin þegar samningurinn hafði verið undirritaður. VF/Hilmar Bragi
Mánudagur 3. júlí 2023 kl. 06:12

Skólar og Laufið taka höndum saman

Skólar hafa gert samstarfssamning við Laufið, fyrstu grænu upplýsingaveituna á Íslandi um að taka höndum saman með að auka sýnileika og gagnsæi í umhverfis- og sjálfbærnimálum.

Markmið Laufsins og Skóla er að leikskólarnir hjá Skólum kjósi leið í átt að sjálfbærni í sínum rekstri þannig að jákvæðar og samræmdar aðgerðir mótist með leikskólunum. Þannig ganga allir í takt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samningurinn felur í sér aðgang að hugbúnaði Laufsins og greiningum, auk aðkomu sjálfbærniráðgjafa Laufsins við fræðslu, innleiðingu og ráðgjöf varðandi sjálfbærni.

Sjálfbærniráðgjafar Laufsins munu aðstoða stjórnendur leikskóla Skóla við að ná sínum markmiðum, sem samanstanda af flokkun úrgangs, kolefnisjöfnun, virkri umhverfisstefnu, miðlum þekkingar til starfsmanna ásamt þátttöku í hringrásarhagkerfinu og um leið hvernig best er að takast á við áskoranir og reglugerðir framtíðarinnar

Fyrsta græna upplýsingaveitan

Laufakerfið er stafrænn vettvangur sem leiðir stjórnendur áfram í einföldum en mikilvægum aðgerðum sem draga úr umhverfisspori og hjálpa til við að stuðla að ábyrgu samfélagi. Markmiðið er einnig að valdefla neytendur og gefa þeim kost á að taka upplýstar ákvarðanir um neyslu sína eftir því hversu vel stofnanir og fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.

Laufið skiptist í fimm lauf og græn skref sem tengjast meðal annars Heimsmarkmiðunum.