Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólar að hefjast: Viðbragðsáætlun vegna Svínaflensu
Miðvikudagur 19. ágúst 2009 kl. 10:50

Skólar að hefjast: Viðbragðsáætlun vegna Svínaflensu


Um 2,080 nemendur verða við nám í grunnskólum Reykjanesbæjar í vetur en skólasetning verður næstkomandi mánudag, 24. ágúst. Vel gekk að ráða kennara og er gert ráð fyrir að skólarnir verði nær fullmannaðir réttindakennurum, samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð Fræðsluráðs.

Skólarnir hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna yfirvofandi svínaflensu samkvæmt sniðmáti frá landlækni. Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir með starfsfólki og nemendum þar sem reynt er að hægja á útbreiðslu, segir í fundargerð Fræðsluráðs. Heimasíður skólanna veita nánari upplýsingar um framvindu þegar þar að kemur. Í verkáætlun Almannavarna er gert ráð fyrir þeim möguleika að Myllubakkaskóli verði tekinn undir starfsemi heilsugæslu ef faraldurinn nær sér verulega á strik.

Ljóst er að skólamatur mun hækka í samræmi við verðlagsbreytingar og nemur hækkunin 56 krónum á máltíð, að því er fram kemur í fundargerð Fræðsluráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024