Skólanefnd vill að bæjarstjórn endurmanni skólanefndina
Skólanefnd Sveitarfélagsins Garðs leggur til að sótt verði um frest til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að skila inn tímasettri aðgerðaráætlun sem kveðið er á um í bréfi ráðuneytisins er fylgdi skýrslunni sem Attentus gerði fyrir ráðuneytið að beiðni Sveitarfélagsins Garðs um úttekt á starfsemi Gerðaskóla. Þetta kom fram á fundi nefndarinnar í Garði á miðvikudag.
Einnig leggur skólanefnd til að fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar sem og nýráðnum skólastjóra verði falið að semja umrædda aðgerðaráætlun.
Skólanefnd leggur til við bæjarstórn Sveitarfélagsins Garðs að farið verði eftir skýrslunni í einu og öllu og þar með talið að endurmanna skólanefnd.
Reynir Þorsteinsson, Kolfinna S Magnúsdóttir, Gísli Heiðarsson, Agnes Ásta Woodhead, Sævar Leifsson, Laufey Erlendsdóttir og Magnús Guðmundsson sátu skólanefndarfundinn en þar var einnig Þorkell Ingimarsson skólastjóri Gerðaskóla sem lætur nú af tímabundnum störfum en hann var ráðinn til Gerðaskóla um sl. áramót.