Skólamenn sjá kríur í Garði og Sandgerði
Krían er komin til Suðurnesja. Hún sást í hópum bæði í Sandgerði og Garði í dag. Hjálmar Árnason, formaður Fuglar á Reykjanesi og framkvæmdastjóri Keilis, sá tólf kríur við Sandgerðishöfn í dag. Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri í Reykjanesbæ, bætti um betur og sá um 20 kríur við Garðskagavita.
Það telst nokkuð snemmt að sjá kríur á þessum tíma því oft hafa þær verið að sjást á þessum slóðum um 10. maí.
Myndin er af kríu sem var mynduð á Garðskaga fyrir nokkrum árum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson