Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 26. apríl 2001 kl. 08:00

Skólameistari gerir athugasemd við kosningu

Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur lagt fram athugasemd við kosningar til stjórnar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir næsta vetur. Athugasemdin fór til laganefndar skólans.Heimildir Víkurfrétta innan veggja skólans herma að þar sé ástandið eldfimt vegna kosningarinnar. Skólameistari mun hafa viljað sjá annan nemanda í sæti formanns.
Framboðin tvö munu hafa komið með tillögur um málamiðlun en án árangurs. Reglur skólans veita skólameistara heimild til að kæra kosningar. Ekki náðist í skólameistara í gærkvöldi vegna málsins en hann hafði samband við Víkurfréttir í dag og sagði rangt að hann hafi kært kosningarnar eins og sagt var í gær, hann hafi lagt fram athugasemd.
Aðspurður vildi hann ekki tjá sig frekar við blaðið en benti á að laganefnd skólans væri á fundi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024