Skólamatur og Samkaup styrkja Stubbaakademíuna
Styrktarsamningur var undirritaður í vikunni milli Stubbaakademíunnar annars vegar og Skólamatar ehf. og Samkaup Úrval hins vegar. Að sögn forsvarsmanna Stubbaakademíunnar gera styrkirnir henni kleift að bjóða uppá íþróttanámskeið með faglærðu fólki og ávexti handa öllum krökkum í lok hvers tíma.
Stubbaakademían er flestum orðin kunnug en fyrir þá sem ekki vita þá er um að ræða afar vinsælt íþróttanámskeið fyrir börn frá aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Boðið er uppá 8 vikna námskeið og mæting er einu sinni í viku í Íþróttaakademíuna, á laugardagsmorgnum. Leiðbeinendurnir Andrés, Ingunn og Svava Ósk eru lærðir íþróttakennarar og/eða leikskólakennarar og hafa mikla reynslu af að starfa með börnum.
Skráning er í fullum gangi í síma 578-4056 og hefst námskeiðið næstkomandi laugardag.
Mynd: Kjartan Már Kjartansson, forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa, Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, verkefnastjóri Stubbaakademíunnar og Fanný Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Skólamatar ehf. við undirritun styrktarsamningsins.