Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólamatur með lægsta tilboð
Fimmtudagur 27. apríl 2017 kl. 07:32

Skólamatur með lægsta tilboð

Skólamatur ehf var með lægsta tilboð í framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær, en aðeins bárust tvö tilboð. Hitt tilboðið kom frá ISS Ísland ehf og var talsvert hærra.  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 658.148.291 kr. miðað við 3 ára samning. Tilboðið frá Skólamat var 567.171.765 kr. Það má því búast við grunnskólabörn í Reykjanesbæ fái áfram mat frá Skólamat.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024