Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólamatur.is bauð björgunarsveitum í mat
Mánudagur 26. október 2009 kl. 10:37

Skólamatur.is bauð björgunarsveitum í mat

Skólamatur.is í Reykjanesbæ bauð á fjórða hundrað björgunarsveitarmönnum til kvöldverðar sl. laugardagskvöld. Björgunarsveitarfólkið tók þátt í landsæfingu björgunarsveita sem haldin var á Suðurnesjum um liðna helgi.


Björgunarsveitinar komu til Reykjanesbæjar á föstudagskvöld og hófst æfingin kl. 07 á laugardagsmorgun og lauk síðdegis. Þá kom fólkið saman í Holtaskóla í Keflavík þar sem Axel Jónsson veitingamaður tilkynnti að Skólamatur.is myndi bjóða öllum björgunarsveitarmönnum sem þátt tóku í æfingunni til kvöldverðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum vilja koma á framfæri þakklæti til Axels og hans fólks hjá Skólamatur.is fyrir ómetanlegt framlag. Það er ekki lítið mál að elda kvöldverð fyrir 350 björgunarsveitarmenn en það vafðist ekki fyrir þeim hjá Skólamat, enda með ótal marga í mat alla virka daga.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson