Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólamatur fagnar þingsályktunartillögu um könnun á heilnæmi skólamáltíða
Skólamatur framleiðir þúsundir skólamáltíða á hverjum degi.
Sunnudagur 5. mars 2017 kl. 17:00

Skólamatur fagnar þingsályktunartillögu um könnun á heilnæmi skólamáltíða

„Við höfum lengi trúað því að aukin samvinna hagsmunaaðila geti skilað betri og hollari skólamáltíðum sem nemendur vilja borða,“ segir Fanný Axelsdóttir, mannauðs- og samskiptastjóri hjá Skólamat í Reykjanesbæ en í nýrri þingsályktunartillögu sem hefur verið lögð fram af þremur flokkum á Alþingi er lagt til að heilbrigðisráðherra feli landlæknisembættinu að kanna heilnæmi og næringarinnihald skólamáltíða í leik- og grunnskólum landsins.
Ef niðurstaða könnunarinnar verður að heilnæmi skólamáltíða sé ábótavant, muni landlæknisembættið koma með tillögur til úrbóta og meta hvort ástæða sé til þess að koma á reglulegu eftirliti með framboði og gæðum skólamáltíða.

Fanný segir að frá upphafi hafi næringarfræðingur starfað hjá Skólamat og samstarf hans við matreiðslumeistara tryggi góða samsetningu máltíða og nauðsynleg næringarefni.

„Hjá Skólamat er boðið upp á val milli tveggja aðalrétta á hverjum degi. Einnig er ferskt grænmeti og ávextir í boði hverju sinni og sér starfsfólk mötuneytanna um að skera það niður og bera fram. Okkur er mikið í mun að forráðamenn grunnskólanemenda og aðrir viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þann mat sem í boði er hverju sinni og því eru næringarútreikningar og innihaldslýsingar allra rétta aðgengilegar á heimasíðu Skólamatar,” segir Fanný. Hún segist fagna aukinni umræðu um næringu barna sem hún vonar að hvetji til aukins samstarfs yfirvalda og skóla: „Metnaður okkar er að gera sífellt betur og bjóða upp á sem besta vöru fyrir okkar dýrmætasta fólk,” segir Fanný.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, og meðflutningsmenn eru úr Framsóknarflokki og Pírötum. Nefndinni ber að skila niðurstöðum könnunarinnar fyrir lok þessa árs.