Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólamáltíðir: Ókeypis í Vogum, lægst í Sandgerði
Föstudagur 16. janúar 2009 kl. 14:51

Skólamáltíðir: Ókeypis í Vogum, lægst í Sandgerði



Vegna fréttar VF í morgun um verðkönnun á skólamat er rétt að taka fram að þar var einungis verið að vitna í verðkönnun Neytendasamtakanna sem náði til 18 stærstu sveitarfélaganna í  landinu. Aðeins eitt sveitarfélag á Suðurnesjum var í þessari könnun, þ.e. Reykjanesbær og var með lægsta verðið í samanburði við þau sveitarfélög sem könnunin náði til. Það gaf tilefni til fyrirsagnarinnar sem stóð ofan við fréttina, sjá hér: Skólamátíðir ódýrastar í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir voru að sjálfsögðu ekki að breyta verðkönnun annars aðila eða bæta við hana.

Af gefnu tilefni er hins vegar rétt að geta þess að Sveitarfélagið Vogar er annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem býður upp á ókeypis skólamáltíðir, eins og getið var um í fréttinni. Sá háttur hefur verið á síðan árið 2006. Í Sandgerði kostar skólamátíðin 100 krónur. Í Grindavík 180 krónur, 190 krónur í Reykjanesbæ og 205 krónur í Garði.

Áðurnefnda könnun er hægt að nálgast á vef Neytendasamtakanna hér