Skólamáltíðir ódýrastar í Reykjanesbæ
Lægsta verð á skólamátíðum finnst í Reykjanesbæ, samvæmt nýrri verðkönnun sem birt er á vef Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin könnuðu verð á skólamáltíðum grunnskóla í 18 sveitarfélögum víðs vegar um landið. Munurinn á hæsta og lægsta verði er 202 krónur miðað við fasta áskrift.
Algengast er að börn séu í mánaðar-eða annaráskrift og er þá lægsta verð fyrir máltíð 190 krónur í Reykjanesbæ. Ef miðað er við 1.-3. bekk er lægsta verðið í Skagafirði eða 177 krónur en þar greiða yngstu börnin lægra verð en þau eldri. Hæst er verðið í Garðabæ 392 krónur og miðast verð við fasta áskrift allt skólaárið.
Athyglisvert er að aðeins tvö sveitarfélög innheimta lægra verð fyrir yngstu börnin (1.-3. bekkur) en það er á Hornarfirði og í Skagafirði. Þó má ætla að yngstu börnin borði mun minna en unglingarnir. Í sumum sveitarfélögum er munur á verði milli skóla s.s. á Ísafirði og í Borgarbyggð og vert er að nefna að í grunnskólanum í Varmahlíð er boðið upp á morgunverð, hádegismat og síðdegishressingu fyrir um 300 kr. á dag, segir í frétt Neytendasamtakanna.
Vert er að geta þess að Sveitarfélagið Vogar gerir enn betur en Reykjanesbær með því að bjóða upp á fríar skólamáltíðir.