Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 24. febrúar 2001 kl. 04:00

Skólamálastjóri vígði nýjan leikskóla með blöðrusleppingum

Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri Reykjanesbæjar og eitt af fyrstu leikskólabörnum Keflavíkur vígði nýjan leikskóla í Njarðvík í dag og sleppti sjö blöðrum út í loftið eða jafn mörgum og leikskólum í bænum.

Mynd: Gerður Pétursdóttir leikskólastjóri tekur við blómum frá Skúla Skúlasyni forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.Hjallatún er nýtískulegur leikskóli og bygging hans tók aðeins rúmlega átta mánuði. Fjöldi manns var viðstaddur vígsluna en séra Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvík blessaði bygginguna og starfsfólk skólans.Suzuki fiðlunemendur léku nokkur lög áður en vígslan hófst.
Leikskólinn stendur við Vallarbraut 20. Húsið er á einni hæð og brúttóstærð er 660 fermetrar. Nettóstærð leikrýmis er 320 fermetrar og stærð lóðar er 4480 fermetrar. Bygging hússins hófst í apríl 2000 og lauk í ársbyrjun 2001. Leikskólinn tók til starfa 8.janúar s.l. Byggingaraðili hússins er Reykjanesbær. Byggingarstjórn var á vegum tæknideildar Reykjanesbæjar og eftirlit í umsjón Sveins Núma Vilhjálmssonar. Aðalverktaki er Hjalti Guðmundsson ehf., arkitekt Kristinn Ragnarsson ehf., arkitekt lóðar Pétur Jónsson. Lagnir sá Verkfræðistofa Kópavogs um, raflagnir Hannes S. Sigurjónsson. Kostnaður við byggingu leikskólans var um 96 milljónir króna. Leikskólinn Hjallatún er heilsdagsskóli með fjórum deildum, tvær fyrir 2ja og 3ja ára börn og tvær deildir fyrir 4ra og 5 ára börn. Alls munu dvelja um 94 heilsdagssbörn í leikskólan
anum. Leikskólastjóri er Gerður Pétursdóttir.
Hjallatún er sjöundi leikskólinn í Reykjanesbæ. Aðrir leikskólar eru, Heiðarsel,Vesturberg,Tjarnarsel,Garðasel,Gimli og Holt. Í leikskólanum verða 650 börn í næsta mánuði, þegar Hjallatún verður fullnýttur og ákvæði nýs kjarasamnings leikskólakennara er komið til framkvæmda. Við leikskólana sjö starfa 146 manns. Börnum á biðlista eftir leikskólavist í Reykjanesbæ hefur fækkað um helming síðan 1996, en gert er ráð fyrir að í upphafi næsta leikskólaárs 1.september verði rúmlega 30 börn á biðlista auk 47 barna með lögheimili í öðrum sveitafélögum. Árið 1996 voru 166 börn á biðlista í upphafi leikskólaársins. Næsta verkefni í byggingarmálum leikskóla er stækkun leikskólans Holts í Innri-Njarðvík í fjögurra deilda skóla sem ljúka á sumarið 2003. Til að koma til móts við þá sem ekki njóta leikskólavistunar er vistun hjá dag-
mæðrum greidd niður úr bæjarsjóði um 11 þúsund krónur á mánuði fyrir öll börn 6 mánaða til 6 ára, sem eru í heildagsvistun.

Mynd: Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri sleppiur blöðrum í tilefni dagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024