Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólalóðin verður einnig almenningsgarður
Föstudagur 24. júlí 2009 kl. 09:43

Skólalóðin verður einnig almenningsgarður


Bæjaryfirvöld í Garði hafa á prjónunum spennandi hugmyndir um framtíðarskipulag skólalóðarinnar með það fyrir augum að hún þjóni jafnframt hlutverki almenningsgarðs og verði hjarta bæjarfélagsins. Stefnt er að því að ráðast í megin hluta verksins á næsta ári og ljúka því að fullu á tveimur árum, að sögn Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra sem fullyrðir jafnframt að þetta sé eitt metnaðarfyllsta verkefni sinnar tegundar á landinu. Unnið er að gerð útboðsgagna þannig að kostnaðartölur liggja ekki fyrir.
Næsta vor verður gert hringtorg á Skólabraut sem bæta mun umferðaröryggi við skólann og tengjast bílastæðum hans.  Þar með mun aðgengi að lóðinni verða stórbætt.
Ráðgert er að endurnýja og bæta við leiktækin á lóðinni auk þess sem íþrótta- og útivistaraðstaða verður stórbætt.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir umrætt svæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024