Skólahúsnæði á ferð um Reykjanesbæ
Lausar kennslustofur fyrir Myllubakkaskóla voru settar upp við skólann í síðustu viku. Stofurnar eru settar saman úr gámaeiningum og voru svo fluttar í þremur hlutum frá Ásbrú og að Myllubakkaskóla.
Flutningurinn vakti athygli þegar bílalestin með skólastofurnar fór um bæinn í lögreglufylgd. Bílalestin þurfti að fara talsverða leið en frá Ásbrú var ekið eftir Reykjanesbraut í hringtorg við Mánagrund. Þar var ekið niður á Hringbrautina og að Myllubakkaskóla.
Nánar er fjallað um málið í Víkurfréttum í þessari viku.