Mánudagur 21. febrúar 2022 kl. 19:51
Skólahald hefst kl. 10 á þriðjudag í Suðurnesjabæ
Í ljósi þess að gefin hefur verið út viðvörun vegna hvassviðris fyrir okkar landsvæði í kvöld og fram til snemma morguns á morgun, verður upphafi skólahalds í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum Suðurnesjabæjar seinkað til kl. 10:00 á morgun, þriðjudaginn 22. febrúar.