Skólagolf á Suðurnesjum

Hörður Þorsteinsson kynnti Skólagolf fyrir skólastjórunum á Suðurnesjum við afhendinguna á föstudag en Róbert Svavarsson, stjórnarmaður í Golfsambandinu safnaði fé hjá fyrirtækjum á Suðurnesjum til kaupa á Skólagolfinu en það kostar um 50 þús. kr. á hvern skóla. Róbert þakkaði fyrirtækjunum sem tóku þátt í gjöfinni og sagðist hafa fengið 100% mótttökur og fyrir það væri hann þakklátur. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ sagði þetta ánægjulegt skref og með þessu væru allir skóla á Suðurnesjum komnir með Skólagolf en áður hafði þetta verið gert í hinum skólunum. Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri Myllubakkaskóla þakkaði gjafirnar fyrir hönd skólanna og sagði þetta koma sér vel. Áhugi á golfi væri mikill og því væri þetta bæði gott fyrir íþróttakennsluna í skólunum og kæmi sér einnig vel fyrir framgang íþróttarinnar.
Fyrirtækin og gjafaaðilar að Skólagolfinu eru: Sparisjóðurinn í Keflavík, Íslandsbanki Keflavík, Hótel Keflavík, Tannlæknastofa Einars Magnússonar, Tannlæknastofa Jóns Björns Sigtryggssonar, Landsbanki Íslands, Olís/Básinn, Fiskval, Hitaveita Suðurnesja, Samkaup, Bústoð, Víkurfréttir, Golfklúbbur Grindavíkur, Krosshús og Lionsklúbbur Grindavíkur.