Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skólabraut 11 snyrtilegasta húsið í Garðinum
Fimmtudagur 3. desember 2015 kl. 10:00

Skólabraut 11 snyrtilegasta húsið í Garðinum

Skólabraut 11 hefur valið snyrtilegasta húsið í Garðinum árið 2015. Umhverfisnefnd stóð að valinu en eigendur hússins eru þau Jóna Hallsdóttir og Theodór Guðbergsson.

Brynja Kristjánsdóttir formaður Umhverfisnefndar afhenti eigendum snyrtilegasta hússins viðurkenningu, sem er steinn skreyttur af Ástu Óskarsdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi mynd er af þeim Jónu og Theodór með viðurkenninguna, ásamt þeim Brynju og Einari Friðrik hjá Umhverfis-, skipulags-og byggingarsviði Garðs. Frá þessu er greint á heimasíðu Garðs.