Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skógræktarfélag Grindavíkur stofnað
Miðvikudagur 20. september 2006 kl. 08:41

Skógræktarfélag Grindavíkur stofnað

Á dögunum var stofnað skógræktarfélag í Grindavík,  sem fékk heitið Skógræktarfélag Grindavíkur.

Reyndar hefur starfað skógræktarfélag frá gamalli tíð í Grindavík, en það var  lengst af deild í Skógræktarfélagi Suðurnesja (hinu fyrra), sem hætti starfsemi fyrir nokkru. Formaður félagsins er Jóhannes Vilbergsson.

Skógræktarfélag Grindavíkur hefur verið tekið inn í Skógræktarfélag Íslands og  er sextugasta aðildarfélag sambandsins. Fjölbreytt verkefni bíða félagsins en  félagið hefur meðal annars umsjón með skóglendinu utan í Þorbirni. Þar gæti í  framtíðinni orðið til glæsilegt skógræktar- og útivistarsvæði Grindvíkinga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024