Skógarmítill á vinsælli gönguleið í Garði
	Skógarmítill fannst í feldi á hundi eftir gönguferð meðfram Kambinum í Garði. Kamburinn er vinsæl gönguleið með ströndinni frá Gerðum og út á Garðskaga.
	
	Reynir Þorsteinsson vekur athygli á málinu og birtir myndir og myndskeið í hópnum Garðmenn og Garðurinn á fésbókinni.
	
	Þar eru hundaeigendur hvattir til að hafa augun hjá sér og fylgjast með feldinum á hundunum sínum eftir útivistina.
	 


 
	
						 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				