Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skóflustungur að 50 metra innilaug og vatnagarði teknar í hádeginu
Fimmtudagur 17. mars 2005 kl. 10:12

Skóflustungur að 50 metra innilaug og vatnagarði teknar í hádeginu

Skóflustungur að nýrri 50m innisundlaug og yfirbyggðum vatnagarði verða teknar við Sundmiðstöð Keflavíkur á hádegi í dag.
Fulltrúar sem taka þátt í skóflustungunni eru frá: Leikskólanum Garðaseli þar sem hreyfing er hluti af námskrá Myllubakkaskóla og Holtaskóla - en nemendur þaðan munu koma til með að stunda skólasund í nýju lauginni Sunddeild ÍRB, sundfólk NES og gamlar sundkempur frá fyrri tíð auk fyrrv. forstöðumanns sundmiðstöðvarinnar.
Að auki verða viðstaddir bæjarfulltrúar, fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, formenn sunddeilda og formenn Keflavíkur og UMFN

Slökkvibíll frá BS mun sprauta vatni til lofts við athöfnina á táknrænan hátt og fyrsta skóflustungan verður fyllt af vatni.

Við athöfnina verða framkvæmdirnar kynntar en gert er ráð fyrir því að þeim verði lokið árið 2006. Þess má geta að þegar hafa 2 sundmót verið pöntuð í innisundlauginni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024