Skóflustunga að nýjum skóla tekin á laugardag
Fyrsta skóflustungan að nýjum grunskóla í Innri-Njarðvík verður tekin á laugardaginn klukkan 14. Bæjarstjóri mun aðstoða tvo framtíðarnemendur við skóflustunguna. Gert er ráð fyrir því að skólinn hefji starfsemi haustið 2005, en ekki hefur verið ákveðið með nafn á skólann. Lesendum Víkurfrétta er bent á könnun sem er á vf.is um nafn á skólann.