„Skoðum stöðu verktakafyrirtækja“ -segir Ellert Eiríksson bæjarstjóri
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka tilboði verktakafyrirtækisins SEES ehf. í byggingu 3. áfanga Stapabrautar. Kostnaðaráætlun bæjaryfirvalda var tæpar 11 milljónir króna en tilboð SEES ehf. er rétt tæpar 8 milljónir króna, sem er 72,6% af kostnaðaráætlun.
Málið var tekð til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Böðvar Jónsson (D) sat hjá í atkvæðagreiðslunni og sagðu að hann gæti ekki greitt þessari tillögu atkvæði sitt þar sem fyrirtækið hefði skilað verkefnum seint og illa að undanförnu.
Kristján Gunnarsson (S) beindi fyrirspurn til Ellerts Eiríkssonar (D) bæjarstjóra, hvort verktakafyrirtæki væru ekki skoðuð áður en gengið væri til samninga við þau, þ.e. athugað hvort þau gerðu skil á vörslusköttum o.fl.
Ellert sagði að orðstýr SEES væri góður en viðurkenndi þó að seinkun hefði orðið á verkum hjá þeim í sumar, sem væri bæði sök verktaka og vegna utanaðkomandi aðstæðna. Varðandi fyrirspurn Kristjáns um skoðun á stöðu fyrirtækja þá upplýsti Ellert fundarmenn um að lægstbjóðandi væri alltaf skoðaður sérstaklega, þ.e. upplýsingar um skil til lífeyrissjóða, skuldastaða o.fl.
Málið var tekð til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Böðvar Jónsson (D) sat hjá í atkvæðagreiðslunni og sagðu að hann gæti ekki greitt þessari tillögu atkvæði sitt þar sem fyrirtækið hefði skilað verkefnum seint og illa að undanförnu.
Kristján Gunnarsson (S) beindi fyrirspurn til Ellerts Eiríkssonar (D) bæjarstjóra, hvort verktakafyrirtæki væru ekki skoðuð áður en gengið væri til samninga við þau, þ.e. athugað hvort þau gerðu skil á vörslusköttum o.fl.
Ellert sagði að orðstýr SEES væri góður en viðurkenndi þó að seinkun hefði orðið á verkum hjá þeim í sumar, sem væri bæði sök verktaka og vegna utanaðkomandi aðstæðna. Varðandi fyrirspurn Kristjáns um skoðun á stöðu fyrirtækja þá upplýsti Ellert fundarmenn um að lægstbjóðandi væri alltaf skoðaður sérstaklega, þ.e. upplýsingar um skil til lífeyrissjóða, skuldastaða o.fl.