Skoðað að taka lokaatriði Bond-myndar í Bláa lóninu
Fulltrúar hins konunglega breska njósnara, James Bond, skoðuðu aðstæður í Bláa lóninu á dögunum með það fyrir augum að taka upp rómantískt lokaatriði nýjustu James Bond-myndarinnar, sem er sú 20. í röð myndanna um njósnarann.Magnea Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Bláa lónsins, staðfesti þetta við Víkurfréttir. Fulltrúar Bond hafa hins vegar ekki boðað komu tökuliðs á staðinn þannig að James Bond kemur til með að láta vel að Bond-stúlkunni á einhverjum öðrum stað en í Bláa lóninu.
Nú standa yfir tökur á atriðum í myndinni austur á Jökulsárlóni.
Nú standa yfir tökur á atriðum í myndinni austur á Jökulsárlóni.