Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skoða flutning MAX-vélanna frá Keflavík
Boeing 737 MAX-vélar austan við flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 26. ágúst 2019 kl. 09:29

Skoða flutning MAX-vélanna frá Keflavík

Nú er til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi til geymslu á erlendri grund. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Vélarnar voru kyrrsettar í mars sl. og Icelandair tilkynnti til Kauphallarinnar fyrir rúmri viku að ekki væri lengur gert ráð fyrir því að MAX-vélarnar færu í loftið á þessu ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haft er eftir forstjóra Icelandair að Ísland sé ekki besti staðurinn til að geyma flugvélar yfir haust og vetur. „Þetta er í skoðun og er búið að vera á teikniborðinu í talsverðan tíma,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice­landair við Fréttablaðið.